Hulda Dís styrkir hópinn

Hulda Dís styrkir hópinn

Hulda Dís Þrastardóttir snýr aftur heim á Selfoss eftir að hafa samið við handknattleiksdeild Selfoss til tveggja ára.  Það þarf líklega ekki að segja frá því að Hulda Dís er uppalinn Selfyssingur, en síðustu tvo vetur hefur hún leikið með Val í Olísdeild kvenna þar sem hún varð m.a. bikarmeistari í vetur.  Hulda Dís hefur leikið með yngri landsliðum Íslands sem og B-landsliðinu.

Það eru mjög góðar fréttir að þessi fjölhæfa handboltakona hafi ákveðið að taka slaginn á Selfossi í vetur.  Það eru spennandi tímar framundan í Olísdeildinni í vetur.  Fleiri frétta af leikmannamálum er að vænta á næstu dögum.


Mynd: Umf. Selfoss / ÁÞG