Hvorugt liðið áfram í bikarnum

Hvorugt liðið áfram í bikarnum

Hvorki meistaraflokki karla né kvenna náðu að tryggja sér sæti í undanúrslitum Coca Cola bikarsins í kvöld.  Meistaraflokkur kvenna steinlá gegn Framstelpum 22-34 og meistaraflokkur karla töpuðu með 7 mörkum gegn Val, 24-31.

Stelpurnar hófu þessa handboltaveislu og fengu Íslandsmeistara Fram í heimsókn.  Fram byrjaði leikinn af krafti og fljótt var ljóst í hvað stefndi.  Framstúlkur komust í 9-0 áður en Selfoss náði að skora sitt fyrsta mark.  Fram var 12 mörkum yfir í hálfleik 5-17.  Leikur Selfoss var mun betri í seinni hálfleik en það dugði ekki til og Framstúlkur sigldu 12 marka sigri í höfn 22-34.

Mörk Selfoss: Katla María Magnúsdóttir 4, Harpa Sólveig Brynjarsdóttir 4, Perla Ruth Albertsdóttir 4, Hulda Dís Þrastardóttir 3, Sarah Boye 3, Kristrún Steinþórsdóttir 2, Tinna Traustadóttir 1, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 1.

Varin skot: Katrín Ósk Magnúsdóttir 4, Þórdís Erla Gunnarsdóttir 2.

Nánar er fjallað um leikinn á Rúv.is og Sunnlenska.is. Leikskýrslu má sjá hér.

Strákarnir tóku síðan við keflinu og tóku á móti Valsmönnum.  Valur mætti af fullum krafti í leikinn og voru alltaf skrefi á undan, staðan í hálfleik var 9-13, Val í vil.  Valur hélt alltaf ákveðinni fjarlægð og tryggðu sér að lokum sjö marka sigur, 24-31 eftir nokkrar tilraunir Selfyssinga til að hleypa leiknum upp.

Mörk Selfoss: Haukur Þrastarson 7/1, Hergeir Grímsson 4/1, Guðjón Baldur Ómarsson 4, Elvar Örn Jónsson 3, Nökkvi Dan Elliðason 3, Árni Steinn Steinþórsson 1, Guðni Ingvarsson 1, Einar Sverrisson 1.

Varin skot: Pawel Kiepulski 9 og Alexander Hrafnkelsson 1.

Nánar er fjallað um leikinn á Mbl.is, Sunnlenska.is og Rúv.isLeikskýrslu má sjá hér.

Bæði lið eru því dottin úr bikarkeppninni og ljóst að Selfoss verður ekki með meistaraflokk í höllinni í ár.  Næstu leikir hjá Selfoss eru í deildinni gegn Val.  Strákarnir mæta þeim á mánudaginn næsta kl 19:30 í Origohöllinni og stelpurnar taka á móti Valsstúlkum daginn eftir, einnig kl 19:30 í Hleðsluhöllinni.