ÍR og Fram unnu fyrstu leikina í Ragnarsmótinu

ÍR og Fram unnu fyrstu leikina í Ragnarsmótinu

Ragnarsmótið hófst með tveimur leikjum í gærkvöldi. ÍR-ingar unnu Valsmenn 25:22 í fyrri leik kvöldsins og Framarar unnu FH-inga í þeim síðari 33:27. 

Landsliðsmaðurinn Ingimundur Ingimundarson var markahæstur ÍR-inga, skoraði 9 mörk. Björgvin Þór Hólmgeirsson skoraði 7 og Sturla Ásgeirsson 6. Finnur Ingi Stefánsson var með flest mörk Valsmanna eða 6. Valdimar Þórsson og Gunnar Harðarson skoruðu 3 mörk hvor.

Jóhann Gunnar Einarsson skoraði 10 mörk fyrir Frama, Róbert Aron Hostert 7 og Sigurður Eggertsson 6. Ólafur Gústafssn og Magnús Óli Magnússon skoruðu 7 mörk hvor fyrir FH-inga. Þá má geta þess að Selfyssingurinn Ragnar jóhannsson skoraði tvö að mörkum FH-inga.

Í kvöld (fimmdudag) mætast Fram og Selfoss í fyrri leiknum, sem hefst kl. 18:30 og Valur og Afturelding í þeim síðari kl. 20:00.

Á föstudag leika Selfoss og FH í fyrri leiknum og ÍR og Afturelding í þeim síðari. Úrslitaleikirnir eru svo á laugardaginn. Leikur um 5. sætið hefst kl. 12.00, leikur um 3. sætið kl. 14:00 og úrslitaleikurinn um 1. sætið kl. 16:00.