ÍR sigraði Ragnarsmót kvenna

ÍR sigraði Ragnarsmót kvenna

ÍR-stelpur sigruðu Ragnarsmót kvenna sem lauk í gær. Mótið var æsispennandi fram að lokasekúndu, ÍR var undir gegn Gróttu, en síðasta mark ÍR tryggði þeim sigur á mótinu vegna innbyrðis markatölu. Selfoss lenti í öðru sæti, Grótta í því þriðja og Fylkir í fjórða og síðasta sæti. Ef mótið gefur rétta mynd af því sem koma skal, þá er ljóst að Grill 66 deildin verður hörkuspennandi í vetur.

Að mótslokum voru veittar einstaklinsviðurkenningar. Hulda Dís Þrastardóttir og Elín Rósa Magnúsdóttir í Fylki voru markahæstar á mótinu með 17 mörk hvor. Varnarmaður mótsins var valin Laufey Höskuldsdóttir ÍR, sóknarmaður mótsins var Hildur Marín Andrésdóttir, einnig frá ÍR. Markmaður mótsins var Henriette Østergaard, Selfoss og leikmaður mótsins var Selfyssingurinn Hulda Dís Þrastardóttir.

Úrslit mótsins

Selfoss 28-21 Grótta
Fylkir 22-26 ÍR
Selfoss 17-23 ÍR
Grótta 25-20 Fylkir
Selfoss 27-19 Fylkir
ÍR 23-27 Grótta


Mynd: ÍR var sigurvegari Ragnarsmóts kvenna árið 2019
Umf. Selfoss / ESÓ