Ísak Gústafsson framlengir

Ísak Gústafsson Des 2020

Ísak Gústafsson framlengir

Ísak Gústafsson Des 2020

Ísak Gústafsson hefur framlengt samning sinn við Selfoss til tveggja ára.  Þessi 17 ára örvhenta skytta er í hópi efnilegustu leikmanna Selfoss. Ísak varð Íslandsmeistari með 3. flokki tímabilið 2017-2018 og lék sínar fyrstu mínútur með meistaraflokki tímabilið 2018-19 þar sem Selfyssingar urðu einnig Íslandsmeistarar. Ísak hefur leikið með öllum yngri landsliðum og er mun leika en stærra hlutverk í meistaraflokki á náinni framtíð.

Við óskum Ísak til hamingju með samninginn og hlökkum til að fá að fylgjast með honum vaxa innan vallar sem utan.