Ísak og Tryggvi á Sparkassen Cup

Ísak og Tryggvi á Sparkassen Cup

Þeir Ísak Gústafsson og Tryggvi Þórisson voru valdir í 16 manna leikmannahóp U-18 ára landsliðsins sem fer á Sparkassen Cup í Þýskalandi á milli jóla og nýárs. Heimir Ríkarðsson og Guðmundur Helgi Pálsson eru þjálfarar liðsins.

Æfingar liðsins verða fram að jólum og flýgur liðið síðan til Þýskalands að morgni 26. desember og keppir á hinu árlega Sparkassen Cup í Lubeck í Þýskalandi. Liðið mætir þar Sviss, Þýskalandi og Ítalíu í riðli B og síðan tekur við útsláttarkeppni. Heimasíðu mótsins má finna hér. Bein útsending verður frá öllum leikjum liðsins, þannig fylgist vel með.

Hópinn í heild sinni má sjá hér.


Mynd: Ísak og Tryggvi
Umf. Selfoss / ÁÞG