Ísland úr leik þrátt fyrir sigur

Ísland úr leik þrátt fyrir sigur

Kvennalandslið Íslands kemst ekki á HM 2019 en það var ljóst eftir eins marks sigur gegn Spánverjum í gær. Fyrri leikurinn út í Malaga tapaðist með 9 mörkum, 35-26. Fyrri hálfleikurinn í þeim leik var afleitur og var staðan í hálfleik 21-7.

Leikurinn í gær fór rólega af stað en Spánverjar höfðu tveggja marka forystu í hálfleik, 13-15.  Stelpurnar okkur hófu síðari hálfleikinn af miklum krafti og komust yfir í fyrsta skipti í leiknum á 44. mínútu. Eftir mikinn barning á lokamínútum leiksins þar sem liðin skiptust á að hafa forystu tókst íslenska liðinu að landa eins marks sigri, 32-31.

Góður sigur hjá stelpunum okkar á sterku liði Spánverja en hann gefur því miður lítið þar sem fyrri leikurinn á Spáni tapaðist með 9 marka mun. Þetta fer þó í reynslubankann, stelpurnar áttu góða kafla í vörn og sókn í báðum leikjun en því miður varð fyrri hálfleikurinn á Spáni liðinu að falli að þessu sinni. Perla Ruth var í hóp en komst ekki á blað í leikjunum tveimur.