Íslandsmeistarar þriðja árið í röð

Íslandsmeistarar þriðja árið í röð

Strákarnir á eldra ári í 5. flokki urðu um helgina Íslandsmeistarar í handbolta þriðja árið í röð. Þeir tóku þátt í fimm mótum í vetur þar sem spilaðir voru fjórir leikir í hvert skipti og gerðu þeir sér lítið fyrir og unnu 19 af 20 leikjum vetrarins.

Glæsilegur árangur hjá Stefáni Árnasyni og strákunum hans.

Efri röð f.v. Reynir Freyr, Elvar Elí, Ísak, Guðmundur og Stefán þjálfari. Neðri röð f.v. Aron Darri, Jón Vignir, Jón Þórarinn, Aron Fannar og Arnar Daði.
Ljósmynd frá foreldrum Umf. Selfoss.