Jafnt gegn KA

Jafnt gegn KA

Selfyssingar gerðu jafntefli við KA í kvöld, 27-27, en Stefán Árnason stýrir liði KA.

KA byrjaði betur í leiknum og hafði frumkvæðið í fyrri hálfleik og var staðan 10-13 í hálfleik. Eftir dapran fyrri hálfleik hjá Selfyssingum komu þeir mun sterkari inn í seinni hálfleikinn, þeir komust fljótt yfir og munurinn var orðin þrjú mörk innan skamms. Staðan var 25-22 þegar um sjö mínútur voru eftir en KA náði að jafna leikinn og úr varð æsispennandi lokakafli. Selfyssingar komust yfir 27-26 þegar 20 sekúndur voru eftir af leiknum. KA-mönnum tókst þó að jafna á lokasekúndunum og hindra lokaskot Elvars frá miðju og jafntefli niðurstaðan, 27-27.

Selfyssingar eru þó áfram í toppsætinu með 12 stig eftir sjö umferðir.

Mörk Selfoss: Árni Steinn Steinþórsson 7, Haukur Þrastarson 6, Atli Ævar Ingólfsson 4, Alexander Már Egan 4, Hergeir Grímsson 3, Elvar Örn Jónsson 3.

Varin skot: Pawel Kiepulski 12 (35%).

Nánar er fjallað um leikinn á Sunnlenska.isMbl.is og Vísir.is. Leikskýrslu má sjá hér.

Næsti leikur hjá strákunum er gegn Haukum úti, mánudaginn 5.nóvember. Stelpurnar mæta hins vegar Framstúlkum úti þriðjudaginn n.k.

____________________________________

Mynd: Árni Steinn var markahæstur í kvöld með 7 mörk.
Umf. Selfoss / JÁE