Jafnt í einvíginu eftir tap í Kaplakrika

Jafnt í einvíginu eftir tap í Kaplakrika

Selfyssingar töpuðu gegn FH í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins í Kaplakrika í gær. FH-ingar byrjuðu leikinn betur og náðu strax forskotinu, Selfoss náði góðum kafla undir lok fyrri hálfleiks og munaði aðeins tveimur mörkum á liðunum í hálfleik, 17-15. FH byrjaði svo seinni hálfleik af miklum krafti og náðu mest fimm marka forystu í seinni hálfleik. Selfyssingar náðu aðeins að klóra í bakkann undir lok leiks en það dugði ekki til og Selfoss tapaði með fjórum mörkum, 37-33. 

Mörk Selfoss: Einar Sverrisson 11 (2), Teitur Örn Einarsson 8, Elvar Örn Jónsson 5, Atli Ævar Ingólfsson 4, Richard Sæþór Sigurðsson 2, Hergeir Grímsson 2, Haukur Þrastarson 1.

Varin skot: Sölvi Ólafsson 3 (15%) og Helgi Hlynsson 2 (8%) 

Það er vert að nefna stuðning Selfyssinga í stúkunni í gær sem var magnaður, en Selfyssingar voru í meirihluta í stúkunni í Kaplakrika!

Leikur þrjú verður á Selfossi á verkalýðsdaginn, 1. maí kl 19:00. Húsið opnar kl 17:30 og forsala miða á leikinn verður í íþróttahúsinu Vallaskóla, mánudaginn 30. apríl á milli kl 18 og 20.

Nánar er fjallað um leikinn á Sunnlenska.is, Mbl.is og Vísir.is. Leikskýrslu má nálgast hér.

____________________________________________
Mynd: Einar Sverrisson átti aftur stórleik og skoraði 11 mörk úr 12 skotum.
Umf. Selfoss / JÁE