Meint tap gegn Stjörnunni

Meint tap gegn Stjörnunni

Meistaraflokkur kvenna átti fyrri leik dagsins gegn Ungmennaliði Stjörnunnar í Grill 66 deild kvenna. Leiknum lauk með jafntefli, 29-29, en dómarar leiksins ákváðu að bæta við einu marki hjá Stjörnunni og tryggði það Sjtörnustúlkum sigur, 30-29.

Fyrri hálfleikur var eign Selfyssinga og leiddu þær með fimm mörkum í hálfleik, 12-17. Seinni hálfleikur var hins vegar slakur, bæði varnarlega og sóknarlega. Stjarnan náði hægt og bítandi að saxa niður muninn og jafntefli niðurstaðan eftir venjulegan leiktíma. 30. marki Stjörnunnar var síðan bætt við eftir að leik lauk. Tap þar með staðreynd.

Mörk Selfoss: Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir var markahæst Selfyssinga með 8 mörk, Kristín Una Hólmarsdóttir skoraði 6 mrök og Tinna Soffía Traustadóttir 4. Rakel Guðjónsdóttir skoraði 4/4, Tinna Sigurrós Traustadóttir 3, Inga Sól Björnsdóttir 2 mörk. Þær Rakel Hlynsdóttir og Elín Krista Sigurðardóttir skoruðu 1 mark hvor.

Varin skot: Mina Mandic varði 13 skot í marki Selfoss og var með 34% markvörslu og Dröfn Sveinsdóttir varði 1/1 skot og var með 25% markvörslu.

Næsti leikur hjá meistaraflokki kvenna er gegn Víkingum hér heima, sunnudaginn næstkomandi.


Mynd: Elínborg Katla var markahæst Selfyssinga í dag með 8 mörk.
Umf. Selfoss / SÁ