Jafntefli gegn Stjörnunni

Jafntefli gegn Stjörnunni

Stelpurnar tóku á móti Basta og hans stúlkum í Stjörnunni fyrr í kvöld og endaði leikurinn með jafntefli, 34-34, eftir æsispennandi lokamínútur. 

Stjarnan byrjaði leikinn betur og skoruðu þrjú fyrstu mörkin, Selfossstúlkur tóku síðan við sér og náðu þriggja marka forskoti, 10-7, um miðjan seinni hálfleik. Staðan í hálfleik var 17-15, Selfyssingum í vil. Stjörnustelpur náðu síðan að jafna leikinn í byrjun seinni hálfleiks og voru með frumkvæðið í seinni hálfleik. Hrafnhildur Hanna náði síðan að jafna leikinn, 34-34, þegar um þrjár sekúndur voru eftir af leiknum.

Mörk Selfoss: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 12 (5), Perla Ruth Albertsdóttir 8, Carmen Palamariu 6, Kristrún Steinþórsdóttir 3, Sarah Boye 2, Hulda Dís Þrastardóttir, 1, Harpa Sólveig Brynjarsdóttir 1, Rakel Guðjónsdóttir 1.

Varin skot: Katrín Ósk Magnúsdóttir 9 (36%) og Áslaug Ýr Bragadóttir 1 (13%).

Nánar er fjallað um leikinn á Sunnlenska.is, Mbl.is og Vísir.is. Leikskýrslu má sjá hér.

Hjá stelpunum er landsleikjahlé og næsti leikur ekki fyrr en 6.október gegn HK í Kópavogi. Hins vegar er leikur hjá strákunum á morgun, mánudag kl 19:30 gegn Aftureldingu í Hleðsluhöllinni.

____________________________________________
Mynd: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var markahæst með 12 mörk.
Umf. Selfoss / ÁÞG