Jafntefli hjá 2. flokki

Jafntefli hjá 2. flokki

Akureyringar sóttu okkar menn heim um helgina í 2. flokki. Endaði leikurinn 25 – 25 en Selfoss fór illa að ráði sínu undir lok leiks er þeir voru þremur mörkum yfir og stutt eftir. Okkar menn voru orðnir þeryttir eftir mikið álag undanfari, enda fáir leikmenn til skiptanna. Menn verða samt að halda haus og klára leikina. Vörn og markvarsla voru afar góðar í leiknum og áttu Akureyringar í erfiðleikum með skora oft og tíðum. Marga leikmenn vantaði að venju í lið Selfoss en vonandi fara menn að tínast inn úr meiðslum sem fyrst.

Matti 7
Einar 5
Siggi 4
Geiri 3
Maggi 3
Keli 2
Eggi 1
Sverrir varði 30 skot