Jafntefli í báðum leikjum dagsins

Jafntefli í báðum leikjum dagsins

Jafntefli var niðurstaðan þegar Stjanan og ÍBV mættust í síðasta leik riðlakeppni Ragnarsmóts karla. Lokatölur 34-34. Leikurinn var sveiflukenndur og skiptust liðin á að hafa forystu. ÍBV leiddi með einu marki í hálfleik, 17-16. Áfram hélt sveiflukenndur leikur beggja liða sem lyktaði með sanngjörnu jafntefli, 34-34.

Mörk Stjörnunnar: Dagur Gautason 10, Leó Snær Pétursson 9, Pétur Árni Hauksson 5, Arnar Máni 4, Brynjar Hólm 3, Ólafur Bjarki Ragnarsson 2, Hrannar Eyjólfsson 1.

Varin skot:  Brynjar Darri Brynjarsson 7 (29%) og Adam Thorstensen 5 (23%)

Mörk ÍBV: Hákon Daði Styrmisson 6, Dagur Arnarson 5, Kári Kristján Kristjánsson 4, Sigtryggur Rúnarsson 4, Ásgeir Snær Vignisson 4, Arnór Viðarsson 3, Friðrik Hólm Jónsson 3, Theodór Sigurbjörnsson 2, Svanur Páll Vilhjálmsson 2, Gabríel Martinez 1.

Varin skot:  Björn Viðar Björnsson 6 (27%) og Petar Jokanovic 2 (10%)

Sameinað lið Fjölnis og Fylkis gerðu síðan jafntefli við ÍR, 26-26, í seinni leik kvöldsins á Ragnarsmóti kvenna. Leikurinn var jafn framan af en ÍR-ingar komust tveimur mörkum yfir um miðjan fyrri hálfleik. FF stigu upp og náðu að jafna leikinn fyrir leikhlé og stóðu leikar í 11-11. Seinni hálfleikur var spennandi og skiptust liðin á að hafa eins til tveggja marka forystu. Að lokum var jafntefli niðurstaðan, 26-26, þar sem markmenn beggja liða fóru á kostum.

Mörk Fjölnir/Fylkir: Ada Koszicka 10, Kolbrún Arna Garðarsdóttir 5, Anna Karen Jónsdóttir 3, Berglind Björnsdóttir 2, Kristín Lísa Friðriksdóttir 2, María Ósk Jónsdóttir 2, Sara Björg Davíðsdóttir 1, Elsa Karen Sæmundsdóttir 1.

Varin skot: Þyrí Erla Sigurðardóttir 15 (37%)

Mörk ÍR: Stefanía Hafberg 6, Hildur Marín Andrésdóttir 4, Guðrún Maryam 3, Auður Pálsdóttir 2, Adda Sólbjört Högnadóttir 2, Jóhanna Viktorsdóttir 2, Laufey Lára Höskuldsdóttir 2, Fanney Ösp Finnsdóttir 2, Anna María Aðalsteinsdóttir 1, Margrét Valdimarsdóttir 1, Matthildur Jónsdóttir 1.

Varin skot: Ísabella Schöbel 17 (40%)

Á morgun er síðan einn leikur á Ragnarsmóti kvenna þegar Haukar og ÍR mætast á Ásvöllum kl 14 (ATH að leikurinn er sýndur á HaukarTV). Það er svo komið að úrslitakeppni Ragnarsmóts karla þar sem eftirfarandi lið mætast:

kl 12:00 Stjarnan – Fram [Leikur um 5.sæti]
kl 14:30 Selfoss – ÍBV [Leikur um 3. sæti]
kl 17:00 Afturelding – Haukar [Úrslitaleikur]

Allt í beinni á SelfossTV!

Tags: