Jafntefli í spennuleik á Seltjarnarnesi

Jafntefli í spennuleik á Seltjarnarnesi

Selfyssingar sóttu Gróttu heim í 21. um­ferð Olís-deild­arinnar í Hertz-höll­inni á Seltjarn­ar­nesi. Niðurstaðan varð jafn­tefli, 29:29.

Fyrri hálfleik­ur var mjög jafn en Sel­fyss­ing­ar náðu tveggja marka for­skoti und­ir lok hans og var staðan í leik­hléi 15:13 þeim í vil. Í seinni hálfleik skiptust liðin á að hafa for­yst­una, mun­ur­inn varð aldrei meiri en eitt mark og niðurstaðan jafntefli í spennandi leik.

Nánar er fjallað um leikinn á Mbl.is.

Sel­foss er eft­ir leik­inn áfram í sjötta sæti deild­ar­inn­ar með 18 stig þremur stigum frá fallsæti.

Tags: