Jafntefli í toppslagnum

Tinna Sigurrós Traustadóttir

Jafntefli í toppslagnum

Tinna Sigurrós Traustadóttir

Selfoss mætti FH í toppslag í Grill 66 deild kvenna í SET höllinni í dag. Liðin vorur fyrir leikinn í efstu sætum deildarinnar, FH með 9 stig og Selfoss með 8. Leiknum lyktaði með jafntefli, 28-28, eftir æsilegar lokamínútur.

Leikurinn var jafn í byrjun leiks og skiptust liðin á að hafa frumkvæðið. FH-ingar áttu góðan kafla undir lok fyrri hálfleiks og skoruðu þá þrjú mörk í röð og breyttu stöðunni úr 12-11 í 12-14. FH hélt tveggja marka forskoti í hálfleik, 14-16. Selfyssingar byrjuðu seinni hálfleik betur og náðu fljótt að jafna leikinn aftur í 17-17. Eftir það var leikurinn í járnum en FH hafði frumkvæðið framan af og Selfyssingum gekk illa að nýta tækifæri til að komast yfir. Það tókst þegar um fimm mínútur voru til leiksloka og staðan því orðin 26-25. Selfyssingar komust síðan aftur yfir 28-27 þegar hálf mínúta var eftir. FH-ingar fengu 

Mörk Selfoss: Tinna Sigurrós Traustadóttir var markahæst með 9 mörk, Elín Krista skoraði 5 mörk og Elínborg Katla 4. Þá voru þær Roberta Stropé og Kristín Una Hólmarsdóttir báðar með 3 mörk og þær Katla Björg Ómarsdóttir og Tinna Soffía Traustadóttir skoruðu 2 mörk hvor.

Varin skot: Mina Mandic 14 (37%) og Dröfn Sveinsdóttir 1 (50%).

Selfoss er því áfram í 2. sæti Grill 66 deildarinnar með 9 stig og FH sæti ofar með 10 stig. Næsti leikur hjá stelpunum er ekki fyrr en sunnudaginn 5. des gegn Víkingum í SET höllinni.


Mynd: Tinna Sigurrós var markahæst í kvöld með 9 mörk.
Umf. Selfoss / SÁ