Gallsúrt stig gegn Fjölni

Gallsúrt stig gegn Fjölni

Ungmennalið Selfoss gerði jafntefli í sínum fyrsta heimaleik í Grill 66 deildinni gegn Fjölni í kvöld, 33-33.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og Selfoss U fór inn í hálfleik með eins marks forystu, 15-14. Selfyssingar settu svo sannarlega í fluggírinn og komust fljótt fjórum mörkum yfir, 19-15. Áfram héldu þeir að auka forskot sitt og voru komnir sjö mörkum yfir þegar seinni hálfleikur var rétt rúmlega hálfnaður, 28-21. Selfyssingar gáfu aðeins eftir, staðan var 31-26 þegar um sex mínútur voru eftir og ekkert benti til annars en frekar þægilegan Selfosssigur. En skjótt skipast veður í lofti, lokamínúturnar einkenndust af klaufamistökum og agaleysi. Fjölnismenn nýttu sína síðustu sókn vel og náðu að jafna leikinn á lokasekúndunni. Lokatölur 33-33.

Mörk Selfoss: Ísak Gústafsson 7, Andri Dagur Ófeigsson 6, Guðjón Baldur Ómarsson 5/1, Gunnar Flosi Grétarsson 4, Arnór Logi Hákonarson 4, Elvar Elí Hallgrímsson 3 Magnús Már Magnússon 3, Alexander Hrafnkelsson 1.

Varin skot: Alexander Hrafnkelsson 20 (38%)

Selfoss U situr því í 5. sæti Grill 66 deildarinnar með þrjú stig en Fjölnir vermir toppsætið með fimm stig. Næsti leikur hjá U-liðinu er gegn Víkingum í Víkinni þann 16. okt n.k.


Mynd: Alexander Hrafnkelsson varði frábærlega og skoraði m.a. eitt mark úr uppstilltum sóknarleik
Umf. Selfoss / ESÓ