Jóhanna Helga til liðs við Selfoss

Jóhanna Helga til liðs við Selfoss

Hornamaðurinn knái Jóhanna Helga Jensdóttir hefur samið við handknattleiksdeild Selfoss um að spila með liðinu næsta vetur.

Jóhanna Helga er öflugur leikmaður sem mun án efa styrkja hópinn fyrir átökin næsta vetur.  Jóhanna sem er tvítug að aldri kemur frá FH, þar áður spilaði hún með hinu Hafnarfjarðaliðinu Haukum en er uppalinn hjá Aftureldingu.

Hún hefur spilað með yngri landsliðum Íslands og er kærkominn fengur fyrir félagið og væntir handknattleiksdeild mikils af henni, eins og öðrum leikmönnum.

Á myndinni má sjá Jóhönnu Helgu (fyrir miðju) ásamt Guðrúnu Hrafnhildi Klemenzdóttur og Magnúsi Matthíassyni úr stjórn deildarinnar.