Jólaævintýri í Þýskalandi

Jólaævintýri í Þýskalandi

Það má segja að Hergeir Grímsson og Ómar Ingi Magnússon séu þátttakendur í jólaævintýri þessi jólin. Þeir voru valdir í U-18 ára landslið Selfyssingsins Einars Guðmundssonar og aðstoðarmanns hans Sigursteins Arndals sem æfir helgina 21.-22. desember í Kaplakrika. Að morgni annars í jólum halda þeir svo í ævintýraferð til Merzig í Þýskalandi þar sem liðið tekur þátt í Sparkassen Cup dagana 27.-29.desember. Við óskum strákunum góðs gengis á mótinu.

UPPFÆRT föstudag 20. desember: Því miður meiddist Hergeir nú í desember og kemst ekki með liðinu til Þýskalands. Hann er með rifinn liðþófa og fór í aðgerð í dag. Við óskum honum góðs bata.

Hergeir og Ómar Ingi verða á fullu um jólin.
Mynd: Einar Guðmundsson

Tags: