Kaffi krús styrkir handknattleiksdeildina

Kaffi krús styrkir handknattleiksdeildina

Kaffi Krús kom færandi hendi til handknattleiksdeildarinnar fyrir páska með gjafabréf í Kaffi Krús að andvirði hálfrar miljónar króna. Gjafabréfin eru hugsuð fyrir deildina að selja áfram og fær deildin allan ágóða af sölunni. Þannig geta allir keypt gjafabréf af deildinni og nýtt þau á einum besta veitingastað landsins. „Það þurfa allir að standa saman á þessum tímum og mér fannst ég þurfa gera eitthvað þar sem handboltinn var blásinn af sem er náttúrulega gríðarlegt högg fyrir handknattleiksdeildina. Handboltinn er svo sannarlega búinn að gefa manni góðar minningar og þetta er bara mín leið til að gefa eitthvað til baka. Ég hugsa þetta sem táknræna gjöf vitandi að allt verður gott á ný og við getum aftur mætt sameinuð á leiki og haldið áfram að gleðjast yfir sigrum Selfoss.“ Sagði Tómas Þóroddsson eigandi Kaffi Krús.

Handknattleiksdeildin er að vonum gríðarlega ánægð með framtakið hjá þeim Tomma og Ídu á Kaffi Krús og við vonum að sem flestir nýti þessa skemmtilegu leið til að styrkja deildina og fá í staðin að njóta ljúffengra veitinga. Hægt er að kaupa 10.000 kr gjafabréf í Kaffi Krús hjá handknattleiksdeildinni með því að panta það hér eða senda póst á handbolti@umfs.is.


Mynd: Tómas Þóroddsson eigandi Kaffi Krús og Þórir Haraldsson formaður handknattleiksdeildarinnar með sitthvort gjafabréfið.
Umf. Selfoss / ÁÞG