Kara skrifar undir nýjan eins árs samning

Kara skrifar undir nýjan eins árs samning

Kara Rún Árnadóttir hefur framlengt samning sinn við Selfoss um eitt ár. Kara hefur leikið vel fyrir Selfoss og verið mikilvægur hlekkur í ungu og efnilegu liði Selfoss sem hefur leikið í efstu deild síðustu tvö tímabil.

Mikil ánægja er innan félagsins að Kara Rún hafi skrifað undir nýjan samning fyrir næsta ár og er það liður í áframhaldandi uppbyggingu Selfoss á starfi kvennahandboltans.

Tags: