
16 feb Katla Björg framlengir

Línumaðurinn Katla Björg Ómarsdóttir framlengdi samning sinn við handknattleiksdeild Selfoss á dögunum. Katla, sem er aðeins 22 ára gömul, er einn af reynslumestu leikmönnum Selfossliðsins. Handknattleiksdeildin fagnar því að Katla hafi ákveðið að framlengja við deildina.
Mynd: Katla Björg Ómarsdóttir
Umf. Selfoss / ÁÞG