Katla snýr heim

Katla snýr heim

Selfyssingurinn Katla María Magnúsdóttir hefur samið við handknattleiksdeild Selfoss til þriggja ára. Kötlu þarf vart að kynna, en hún er uppalinn Selfyssingur og spilaði með Selfoss á árunum 2017-2020 áður en hún fór í Stjörnuna. Katla, sem er 21 árs gömul, er rétthent skytta og er drjúg bæði í vörn og sókn.
 
Það er gríðarlega ánægjulegt að Katla skuli snúa til baka í heimahagana og verður gaman að fylgjast með stelpunum í Olísdeildinni í vetur. Fleiri frétta af leikmannamálum er að vænta á næstu dögum.