Katrín Ósk í Selfoss

Katrín Ósk í Selfoss

Markmaðurinn Katrín Ósk Magnúsdóttir hefur samið við handknattleiksdeild Selfoss til eins árs. Katrín er ekki ókunnug á Selfossi, en hún spilaði með meistaraflokk kvenna frá árinu 2013-2017. Hún tók sér frí á síðasta ári og hélt í nám út til Danaveldis.

Handknattleiksdeild Selfoss er gríðarlega ánægð með að Katrín skuli vera komin aftur á heimaslóðir og bjóðum við hana velkomna aftur heim!

 


Mynd: Katrín Ósk Magnúsdóttir í marki Selfoss í fyrravor.