Katrín Ósk og Elvar Örn leikmenn ársins

Katrín Ósk og Elvar Örn leikmenn ársins

Lokahóf handknattleiksdeildar Selfoss fór fram með glæsibrag á Hótel Selfoss um helgina þar sem veittar voru viðurkenningar fyrir árangur vetrarins.

Katrín Ósk Magnúsdóttir og Elvar Örn Jónsson voru valin leikmenn ársins. Efnilegustu leikmenn voru valin Ída Bjarklind Magnúsdóttir og Teitur Örn Einarsson.

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var markadrotting en hún skoraði 204 mörk í deild og bikar. Elvar Örn var markakóngur með 201 mark í deild og bikar.

Varnarfólk ársins voru valin Perla Ruth Albertsdóttir og Sverrir Pálsson. Sóknarfólk ársins voru valin Hrafnhildur Hanna og Einar Sverrisson. Baráttubikarinn hlutu Kristrún Steinþórsdóttir og Örn Þrastarson.

Félagi ársins var valinn Þröstur Ingvarsson sem unnið hefur mikið og óeigingjarnt starf fyrir félagið.

Á mynd með frétt eru Katrín Ósk og Elvar Örn leikmenn ársins.
Á mynd fyrir neðan eru verðalaunahafar f.v. Hrafnhildur Hanna, Örn, Perla Ruth, Ída Bjarklind, Katrín Ósk, Teitur Örn, Einar, Elvar Örn og Kristrún.
Á neðstu mynd er Þröstur sem er svo sannarlega vel að viðurkenningunni kominn.
Ljósmyndir: Umf. Selfoss/Jóhannes Ásgeir Eiríksson