Komnar í átta liða úrslit í Coca Cola bikarnum

Komnar í átta liða úrslit í Coca Cola bikarnum

Meistaraflokkur kvenna í handbolta gerði góða ferð í Hafnarfjörðinn þegar þær mættu FH í Coca Cola bikarnum og eru komnar í átta liða úrslit.

Jafnt var á tölum þar til staðan var 3 – 3 en þá stakk Selfoss af og var sigurinn í raun aldrei í hættu. Mest komust okkar stelpur í níu marka forskot í stöðunni 18 – 9. Leikurinn endaði með sex marka sigri Selfoss, 16 – 22 en staðan var 7 – 11 í hálfleik.

Selfoss átti góðan leik í sókn og var liðið að spila hörku vörn með Katrínu í stuði í markinu en hún var með 17 skot varin eða 52% markvörslu. Stelpurnar mættu greinilega vel undirbúnar og vel stemmdar í leikinn og voru vel studdar af áhorfendum sem lögðu leið sína yfir heiðina.

Markaskorun: Hrafnhildur Hanna 8 mörk, Harpa Brynjarsdóttir 3 mörk, Carmen Palamariu 3 mörk, Þuríður Guðjónsdóttir og Perla Ruth með 2 mörk hvor, Kara Rún, Kristrún Steinþórsdóttir, Margrét Katrín og Thelma Sif allar með 1 mark.