Kristrún framlengir

Kristrún framlengir

Kristrún Steinþórsdóttir hefur endurnýjað samning sinn við handknattleiksdeild Selfoss.

Kristrún sem hefur spilað allan sinn feril hjá Selfoss hefur verið lykilmaður hjá liðinu ásamt því að vera einn sá allra öflugasti undanfarin ár.

Kristrún hefur spilað með öllum yngri landsliðum Íslands auk þess sem hún hefur verið í afrekshóp HSÍ.

Kristrún er mikilvægur hlekkur í þeirri vegferð sem framundan er hjá félaginu næsta vetur og er það svo sannarlega fagnaðarefni að hún skuli taka þátt í henni ásamt félögum sínum á Selfossi.

Handknattleiksdeild fagnar því að hafa tryggt sér áframhaldandi krafta Kristrúnar og væntir mikils af henni sem og öðrum leikmönnum.

Stjórn handknattleiksdeildar Selfoss

Kristrún ásamt Magnúsi formanni handknattleiksdeildar.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Magnús Matthíasson