Kvartett Selfyssinga á EM í Danmörku

Kvartett Selfyssinga á EM í Danmörku

U-20 ára landslið karla hélt til Danmerkur í dag þar sem það tekur þátt í Evrópumótinu í handbolta sem hefst á morgun. Með í för eru Selfyssingarnir Elvar Örn Jónsson, Grétar Ari Guðjónsson og Ómar Ingi Magnússon. Sjúkraþjálfari liðsins er enginn annar er Jón Birgir Guðmundsson sem sér til þess að allir verði heilir meðan mótið fer fram.

Við óskum strákunum góðs gengis á mótinu. Áfram Ísland!

 

Tags:
, ,