Kvartett Selfyssinga í Álaborg

Kvartett Selfyssinga í Álaborg

Fjórir efnilegir handboltamenn frá Selfossi vörðu seinustu viku með U-15 ára landsliði Íslands við æfingar og keppni í Álaborg í Danmörku. Þeir spiluðu m.a. æfingaleik í risahöllinni Gigantium en það er einnig heimavöllur Selfyssingsins Janusar Daða Smárasonar.

Strákarnir sem heita Tryggvi Þórisson, Ísak Gústafsson, Reynir Freyr Sveinsson og Vilhelm Freyr Steindórsson stóðu sig gríðarlega vel og voru félagi sínu og þjóð til mikils sóma.

Fimmti Selfyssingurinn, Örn Þrastarson, var í þjálfarateymi liðsins.

öþ/gj

Strákarnir f.v. Tryggvi, Ísak, Reynir Freyr og Vilhelm Freyr.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Örn Þrastarson