Landsbankamótið í 6. flokki

Landsbankamótið í 6. flokki

Um helgina fer fram á Selfossi handboltamót hjá stelpunum á yngra ári í 6. flokki en í þeim flokki eru stelpur fæddar árið 2003. Mótið er styrkt af Landsbanka Íslands og fer fram í Íþróttahúsi Vallaskóla og í Iðu, íþróttahúsinu við Fjölbrautaskóla Suðurlands.

Fjöldi liða eru skráð til keppni sem hefst klukkan tíu á laugardagsmorgun og verður spilað til klukkan sex þann dag. Fjörið byrjar svo aftur snemma á sunnudaginn og lýkur um klukkan hálf fjögur. Selfyssingar og aðrir eru hvattir til að koma við í íþróttahúsunum og fylgjast með framtíðarleikmönnum okkar spila handbolta á skemmtilegu móti.