Landsbankamótið í 7. flokki

Landsbankamótið í 7. flokki

Um helgina fer Landsbankamótið í 7. flokki stráka og stelpna fram á Selfossi. Þetta er fjórða árið í röð sem handknattleiksdeildin heldur mótið og hefur það tekist með glæsibrag hingað til.

Öll lið leika 3-4 leiki hvorn dag en leikið er á þremur völlum í íþróttahúsi Vallaskóla og á þremur völlum í Iðu íþróttahúsi FSu. Leikið er eftir minniboltareglum þar sem fjórir eru inn á vellinum í einu í hvoru liði. Leiktími er 1 x 10 mínútur og sjá þjálfarar um að dæma og leiðbeina. Stelpurnar byrja klukkan fjögur á föstudegi og ljúka keppni um hádegi á laugardegi. Þá taka strákarnir við og spila fram yfir hádegi á sunnudegi.  

Tekið er á mótið liðum í anddyri Vallaskóla og allir geta lagt farangur frá sér í sínum stofum. Keppendur gista og borða í Vallaskóla þar sem boðið er upp á tvær heitar máltíðir og morgunverð. Einnig verður haldin kvöldvaka með Sveppa og Villa og frítt er í sund fyrir keppendur meðan á móti stendur.

Hvetjum Selfyssinga til að kíkja á handboltastjörnur framtíðarinnar í Vallaskóla og Iðu um helgina.