Landsbankinn styrkir handboltann með stolti

Landsbankinn styrkir handboltann með stolti

Landsbankinn og Handknattleiksdeild Umf. Selfoss framlengdu á dögunum samstarfssamning sinn um rúmlega eitt ár. Markmið samningsins er að efla íþrótta- og forvarnarstarf handknattleiksdeildar Selfoss. Landsbankinn hefur verið aðalstyrktaraðili handknattleiksdeildarinnar um árabil og er deildin gríðarlega ánægð með að samninginn og vonar að samstarfið verði farsælt líkt og síðustu ár.
 
 
 
Mynd: Einar Sindri Ólafsson og Þorsteinn Rúnar Ásgeirsson frá handknattleiksdeild Selfoss og Gunnlaugur Sveinsson og Helga Guðmundsdóttir frá Landsbankanum á Selfossi.