Landsliðsmenn bæði í U-15 og U-17

Landsliðsmenn bæði í U-15 og U-17

Fjórir Selfyssingar voru á dögunum valdir í landsliðshópa hjá yngstu landsliðunum.

Þeir Ómar Ingi Magnússon og Sævar Ingi Eiðsson voru í 16 manna landsliðhóp U-17 ára landsliðsins sem fór til Frakklands og lék á fjögurra liða móti. Ómar Ingi gerði þar 10 mörk í tveimur leikjum en hann lék ekki seinasta leikinn. Þá gerði Sævar þrjú mörk í öðrum leiknum.

Aron Óli  Lúðvíksson og Teitur Örn Einarsson voru svo valdir í sérstakan hóp fyrir 1998 árgang sem æfði saman en þetta er fyrsti hópurinn sem valinn er hjá þeim árgangi. Aron og Teitur þóttu báðir standa sig mjög vel á æfingunum og verða vonandi áfram í þessum hópi.

Heimasíðan óskar strákunum innilega til hamingju með að hafa verið valdir í þessa hópa.