Landsliðssystkin á Selfossi

Landsliðssystkin á Selfossi

Nú hefur það verið svo á undanförnum árum, eins og alkunna er, að Selfoss hefur átt ætíð vænan hóp iðkenda í unglingalandsliðum Íslands sem margir hverjir hafa síðan tekið skrefið í A-landslið.  Það í sjálfu sér er merkilegt og ber hinu góða starfi handknattleiksdeildar gott vitni.

En nú ber svo við að vel rúmlega helmingur þeirra landsliðskrakka sem Selfoss á eru systkin og það er algjört einsdæmi á Íslandi.  Þetta eru þau:

Teitur Örn (U-18) og Hildur Helga (U-14) Einarsbörn.
Katrín Ósk (U-20) og Katla María (U-16) Magnúsardætur.
Elena Elísabet Birgisdóttir (U-20) og Tryggvi Sigurberg Traustason (U-14).
Hulda Dís (U-20) og Haukur (U-16) Þrastarbörn.

Hulda Dís og Haukur eru systkini A-landsliðskonunnar Hrafnhildar Hönnu auk þess sem Örn bróðir þeirra er einn af þjálfurum í handboltaskóla HSÍ en meðal þátttakenda í honum var einmitt Tinna Sigurrós Traustadóttir systir Elenu og Tryggva.

Flott hjá þessum efnilegu handboltaiðkendum og vonandi að þau haldi áfram að bera hróður Selfoss sem víðast.

Systkinin f.v. Teitur Örn, Hildur Helga, Katrín Ósk, Katla María, Elena Elísabet, Trausti Sigurberg, Hulda Dís og Haukur.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Einar Guðmundsson