Leikmenn skrifa undir samninga

Leikmenn skrifa undir samninga

Thelma Sif Kristjánsdóttir framlengdi samning sinn við Selfoss til tveggja ára nú í kvöld. Thelma er öflug hægri skytta sem spilaði með meistaraflokki kvenna á síðasta tímabili.

Andri Hrafn Hallsson skrifaði einnig undir samning en hann er að koma aftur til síns uppeldisfélags eftir að hafa spilað með Aftureldingu og Víkingi. Andri Hrafn er einnig öflug hægri skytta sem á eftir að styrkja hóp meistaraflokks karla fyrir næsta tímabil.

Flottir leikmenn og flottir fulltrúar Selfoss.

Tags: