Leikur kattarins að músinni

Leikur kattarins að músinni

Selfyssingar tóku á móti Þrótturum í 1. deildinni í gær. Leikurinn varð aldrei spennandi enda höfðu strákarnir okkar mikla yfirburði allan tímann. Heimamenn keyrðu yfir gestina strax í upphafi og í hálfleik var staðan 18-11 fyrir Selfoss. Strákarnir héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik og unnu að lokum afar sannfærandi átján marka sigur 41-23.

Jóhann var markahæstur Selfyssinga með 9 mörk, Guðjón og Sævar Ingi skoruðu 6 mörk,  Gunnar Ingi og Andri Már 5, Elvar Örn og Egidijus 3, Hörður 2 og Gunnar Páll og Daníel Arnar skoruðu hvor sitt markið. Helgi stóð allan tímann í markinu og varði 19 skot.

Með sigrinum fóru Selfyssingar í 10 stig í þriðja sæti deildarinnar. Næsti leikur í deildinni er á útivelli gegn KR sunnudaginn 16. nóvember kl. 19:30 en strákarnig taka á móti toppliði Olísdeildarinnar þegar Valsmenn koma í heimsókn í Coca Cola bikarkeppninni sunnudaginn 9. nóvember kl. 20:00.

Fjallað er um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Jóhann Erlingsson var markahæstur Selfyssinga.
Mynd: Umf. Selfoss/Inga Heiða Heimisdóttir

Tags: