Leitað að formanni í handknattleiksdeild

Leitað að formanni í handknattleiksdeild

Seinasti deildarfundur Umf. Selfoss fór fram í Tíbrá í seinustu viku þegar aðalfundur handknattleiksdeildar Umf. Selfoss fór fram. Starf deildarinnar er umgansmikið og fjöldi iðkenda er mikill. Því miður varð sá óvanalegi atburður að ekki tókst að manna stöðu formanns á fundinum og því þurfti að fresta fundi og verður framhaldsaðalfundur deildarinnar haldinn þriðjudaginn 12. apríl. Leit að nýjum formanni stendur sem hæst og eru allar ábendingar og framboð vel þegin. Upplýsingum og ábendingum um formann má koma á skrifstofu Umf. Selfoss eða í netfangið umfs@umfs.is.

Tags: