Líf og fjör hjá yngri flokkum í handbolta

Líf og fjör hjá yngri flokkum í handbolta

Það er nóg um að vera hjá yngri flokkunum í handbolta um þessar mundir. Um seinustu helgi kepptu krakkar á yngri ári í 5. og 6. flokki og nú um helgina er komið að eldra árinu auk þess sem 7. flokkur keppir.

Myndirnar með fréttinni eru af krökkum í 6. flokki kvenna og 5. flokki stráka en það gekk gríðarlega vel þar sem allir leikir unnust hjá bæði strákum og stelpum. Krakkarnir stóðu sig gríðarlega vel og var mjög gaman að fylgjast með þeim.

5. fl. kk. B 5. fl. kk. A