Litháenskt handboltapar til Selfoss

Litháenskt handboltapar til Selfoss

Þau Karolis Stropus og Roberta Ivanauskaitė hafa samið við handknattleiksdeild Selfoss til þriggja ára. 

Roberta er 23 ára skytta og spilaði síðast með Aftureldingu í Olísdeildinni 2019-2020, en var frá á síðasta tímabili vegna meiðsla.  Þar áður lék hún í þýsku fyrstu deildinni með liði Neckarsulmer SU.

Karolis er 30 ára skytta sem spilaði með Þór á Akureyri í vetur, en einnig hefur hann leikið með Aftureldingu, Víking og Akureyri á Íslandi.

Bæði hafa þau leikið töluvert fyrir landslið Litháen og bæði hafa þau spilað með vinaliði okkar í Litháen, Dragunas frá Klaipeda.  En Karolis spilaði með Dragunas þegar Selfoss mætti þeim í Evrópukeppninni haustið 2018.

Það er því ljóst að að þau eru góð viðbót við meistaraflokkana okkar.  Við bjóðum þau bæði tvö hjartanlega velkomin á Selfoss.  


Mynd: Roberta Ivanauskaitė og Karolis Stropus
Umf. Selfoss / Aðsend