Lokahóf akademíu

Lokahóf akademíu

Lokahóf handknattleiksakademíu Selfoss og 3. flokks kvenna og karla var haldið í Tíbrá mánudag 4. maí síðastliðinn. Þangað var boðið öllum leikmönnum 3. flokks og akademíunnar ásamt styrktaraðilum akademíunnar, fulltrúum FSu og Sveitarfélagsins Árborgar ásamt stjórn deildarinnar.

Á lokahófinu var boðið upp á glæsilegan kvöldverð ásamt því að veittar voru viðurkenningar fyrir góðan árangur í vetur. Eftirtaldir aðilar voru verðlaunaðir.

3. flokkur kvenna
Leikmaður ársins: Harpa Sólveig Brynjarsdóttir
Varnarmaður ársins: Hulda Dís Þrastardóttir
Framfarir og ástundun: Perla Ruth Albertsdóttir
Markadrottning: Þuríður Guðjónsdóttir (211 mörk í 26 leikjum)

3. flokkur karla – eldra ár
Leikmaður ársins: Elvar Örn Jónsson
Varnarmaður ársins: Hergeir Grímsson
Framfarir og ástundun: Gísli Frank Olgeirsson
Markakóngur: Elvar Örn Jónsson (118 mörk í 14 leikjum)

3. flokkur karla – yngra ár
Leikmaður ársins: Adam Örn Sveinbjörnsson
Varnarmaður ársins: Hlynur Steinn Bogason
Framfarir og ástundun: Trausti Elvar Magnússon
Markakóngur: Teitur Örn Einarsson (98 mörk í 12 leikjum)

Handknattleiksakademía
Mestu framfarir í lyftingum: Harpa Sólveig Brynjarsdóttir
Afrek ársins í akademíunni: Elvar Örn Jónsson – 12,1 mark að meðaltali í leik (mörk og stoðsendingar)
Afreksmaður ársins: Guðjón Ágústsson

Myndir frá efstu og niður og frá vinstri til hægri.
Harpa, Hulda, Perla og Þuríður.
Adam, Hlynur, Trausti og Teitur.
Hergeir, Gísli og Elvar.
Guðjón, Elvar og Harpa.
Ljósmyndir: Umf. Selfoss/Gissur Jónsson

Handbolti Lokahóf akademíu 001 Handbolti Lokahóf akademíu 006 Handbolti Lokahóf akademíu 004 Handbolti Lokahóf akademíu 012