Lokahóf handboltafólks

Lokahóf handboltafólks

Lokahóf handknattleiksdeildar Selfoss verður haldið á Hótel Selfoss laugardaginn 20. maí. Ef þú hefur mætt á leik í vetur, átt vin eða ættingja sem styður Selfoss, hefur áhuga á handknattleik eða hreinlega elskar að skemmta þér með skemmtilegu fólki þá átt þú erindi á þennan viðburð.

Líkt og undanfarin ár verður verðlaunaafhending, skemmtiatriði, uppboð, happadrætti og dansleikur. Ingvar Örn Ákason betur þekktur sem Byssan mun sjá um veislustjórn og hláturtaugarnar. Sonur Selfoss, okkar eini sanni Ingó og A-liðið munu leika fyrir trylltum dansi langt fram á nótt!

Miðasala er hjá Baldvin og Þorvaldi en einnig verður hægt að nálgast miða á leikjum kvennaliðs Selfoss í umspilinu. Miðaverð kr. 6.000.

Hlökkum til að sjá sem flesta.

 

Tags: