Lokahóf handknattleiksakademíunnar

Lokahóf handknattleiksakademíunnar

Lokahóf handknattleiksakademíu Selfoss fór fram í Tíbrá fimmtudaginn 4. maí þar sem Margrét Óskarsdóttir töfraði fram dýrindis veislu fyrir þetta efnilega íþróttafólk. Venju samkvæmt voru veittar viðurkenningar fyrir árangur vetrarins.

Markakóngur í 3. flokki var Guðjón Baldur Ómarsson með 205 mörk. Viðurkenningu fyrir framför og ástundun hlaut Hannes Höskuldsson, varnarmaður ársins var Páll Dagur Bergsson og leikmaður ársins var Ari Sverrir Magnússon.

Markadrottning í 3. flokki var Elva Rún Óskarsdóttir 148 mörk. Viðurkenningu fyrir framför og ástundun hlaut Katla Björg Ómarsdóttir, varnarmaður ársins var Ída Bjarklind Magnúsdóttir og leikmaður ársins var Elva Rún Óskarsdóttir.

Sérstök verðlaun eru fyrir akademíuna. Mestu framfarir í lyftingum: Páll Dagur Bergsson. Afrek ársins (veitt fyrir tölfræðiþætti): Guðjón Baldur Ómarsson með 205 mörk og 55% skotnýtingu. Afreksmaður ársins sem er veitt fyrir hugarfar, baráttu og allt sem tengist leiknum án þess að hægt sé að mæla það sérstaklega: Katla Björg Ómarsdóttir.

Sigurður Andri Jóhannesson og Katla Björg Ómarsdóttir útskrifuðust úr akademíunni eftir þriggja ára nám. Þau fengu öll verkefnin sín og tölfræði allra áranna innbundið og fengu einnig nælu með merki félagsins og stöfunum HAD sem að allir fá við útskrift úr akademíu og þeir einir sem hafa útskrifast úr henni fá slíka nælu, eins og hefðin segir til um.

öþ

Frá vinstri skipa þennan glæsilega hóp Ída Bjarklind, Guðjón Baldur, Sigurður Andri, Katla Björg, Hannes, Páll Dagur, Elva Rún og Ari Sverrir.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Örn Þrastarson