Lokahóf handknattleiksdeildar 20. júní

Lokahóf handknattleiksdeildar 20. júní

Lokahóf handknattleiksdeildar Selfoss verður haldið laugardaginn 20. júní n.k. í Hótel Selfoss þar sem þessum óvenjulega vetri verður slúttað.

Dagskrá kvöldsins er einföld. Boðið verður upp á tvírétta hlaðborð bæði í aðalrétt og eftirrétt (starfsfólk Hótel Selfoss mun sjá um að skammta á diska). Verðlaun og viðurkenningar verða veitt fyrir tímabilið ásamt því að boðið verður uppá happdrætti, uppboð og skemmtiatriði eins og venjan er. Veislustjóri kvöldsins er enginn annar en Mið-Íslendingurinn Jóhann Alfreð. Húsið opnar kl 18 og hefst borðhald kl 19. Lokahófið er öllum opið og við hvetjum alla Selfyssinga til að fjölmenna á lokahófið og fagna með okkur. 

Miðasala er komin á fullt en hægt er að tryggja sér miða í verslun Baldvins & Þorvaldar og á vefverslun Umf. Selfoss.

ATH að þeir sem hafa óskir um að halda tveggja metra reglunni eru vinsamlega beðnir um að láta það fylgja með miðakaupum. Einnig ef einhverjar séróskir eru um fæði (boðið verður uppá grænmetisrétt).

Tags: