Lokahóf handknattleiksdeildar á laugardaginn

Lokahóf handknattleiksdeildar á laugardaginn

Lokahóf handknattleiksdeildar verður haldið á Hótel Selfoss núna á laugardaginn, 19.maí. Við ætlum að fagna frábæru tímabili og við hvetjum alla Selfyssinga nær og fjær sem hafa komið á leiki með liðinu í vetur til þess að mæta. Boðið verður uppá tvíréttað hlaðborð, skemmtiatriði, uppboð, happdrætti og margt fleira. Veislustjórn er í höndum Gunnars Sigurðarsonar og Andri Ívarsson verður með uppistand.

Miðasala er í fullum gangi í verslun Baldvin og Þorvalds, Austurvegi 56 og lýkur henni á fimmtudag! Miðaverð er 6.900 kr. 

 

 

Tags: