Lokahóf í handbolta

Lokahóf í handbolta

Lokahóf handknattleiksdeildar verður laugardaginn 2. maí í Hótel Selfossi. Boðið verður upp á þriggja rétta hátíðarkvöldverð, verðlaunaafhendingu, skemmtiatriði, ball og fleira. Hornamennirnir Grímur Hergeirs og Jói Snær sjá um veislustjórn. Hvetjum alla fyrrverandi og núverandi handboltamenn og alla sem hafa gaman af góðri skemmtun í góðum hópi, að mæta og skemmta sér og öðrum.

Miðasala er í fullum gangi í hestavöruversluninni Baldvin og Þorvaldur en miðar eru eingöngu seldir í forsölu.

 

Tags: