
05 júl Lokahóf yngri flokkanna

Um miðjan júní fór fram hið árlega lokahóf yngri flokka handknattleiksdeildar Selfoss. Það var venju samkvæmt líf og fjör í Set höllinni enda vel mætt. Á hófinu voru 4. og 5. flokk veitt einstaklingsverðlaun og 6.-8. flokkar fengu viðurkenningar. Þá var félagi ársins í yngri flokkum valinn. Að því loknu gæddu sér allir á grilluðum pylsum í veðurblíðunni. Fjarverandi voru stelpurnar í 6. flokki þar sem margar þeirra voru að keppa í fótbolta í Vestmannaeyjum. Þær héldu sitt eigið lokahóf til að fagna frábærum vetri, en þar kom við Selfyssingurinn og landsliðsmaðurinn Elvar Örn Jónsson.
Jón Valgeir Guðmundsson var valinn félagi ársins í yngri flokkum, en hann hefur verið ótrúlega öflugur í félagsstarfinu utan vallar. Hann hefur meðal annars verið öflugur á ritaraborðinu í ýmsum flokkum, meðal annars hjá meistaraflokkunum, bjargað málum ef vantað hefur hendur í Selfoss TV og sinnt mótsstjórn með harðri hendi þegar haldin hafa verið yngriflokka mót á Selfossi. Fólk eins og Jón Valgeir eru ómetanlegt í starfi deildarinnar.
Félagi ársins: Jón Valgeir Guðmundsson
5. flokkur kvenna
Mestu framfarir: Aníta Ýrr Eyþórsdóttir
Besta ástundun: Lilja Ósk Eiríksdóttir
Besti liðsfélaginn: Íris Arna Ólafsdóttir
5. flokkur karla
Mestu framfarir: Egill Eyvindur Þorsteinsson
Besta ástundun: Marteinn Maríus Marinósson
Besti liðsfélaginn: Þorleifur Tryggvi Ólafsson
4. flokkur kvenna
Mestu framfarir: Lilja Dögg Brynjarsdóttir
Besta ástundun: Hulda Hrönn Bragadóttir
Besti liðsfélaginn: Selma Axelsdóttir
4. flokkur karla
Mestu framfarir: Guðjón Óli Ósvaldsson
Besta ástundun: Garðar Freyr Bergsson
Besti liðsfélaginn: Skarphéðinn Steinn Sveinsson
Félagi ársins í yngri flokkum, Jón Valgeir Guðmundsson.
7.-8. flokkur karla og kvenna
6. flokkur karla
6. flokkur kvenna
Verðlaunahafar í 5. flokki kvenna
Verðlaunahafar í 5. flokki karla
Verðlaunahafar í 4. flokki kvenna
Verðlaunahafar í 4. flokki karla