Margir leikir um helgina

Margir leikir um helgina

Það verður nóg að gera hjá handboltafólki um helgina en margir leikir verða spilaðir. Fyrst er það mfl. karla sem tekur á móti Þrótti Reykjavík klukkan átta föstudagkvöldið 22. nóvember. Daginn eftir, laugardag, tekur mfl. kvenna á móti HK og hefst sá leikur klukkan hálftvö. Báðir þessir leikir verða spilaðir í íþróttahúsi Vallaskóla og er fólk hvatt til að mæta og styðja sitt fólk og endilega mæta snemma í grillaða borgara fyrir leik.

Á sunnudag taka strákarnir í meistaraflokki daginn snemma og halda til Ísafjarðar en gera á aðra tilraun til að spila bikarleik við Hörð. Leikurinn átti að fara fram um síðustu helgi en Selfyssingar komust ekki vestur vegna veðurs og leik því frestað. Sú undarlega staða er nú komin upp að bikarleikurinn er settur á sama dag og 2. flokkur karla á leik á móti Akureyri fyrir norðan. Eins og flestir vita teflir Selfoss fram ungu og efnilegu liði og eru margir leikmenn 2. flokks einnig að spila í meistaraflokknum. Gunnar þjálfari stendur því frammi fyrir því verkefni að skipta hópnum upp fyrir þessa leiki en vegna þessa verður farið með fremur fámenna hópa á báða þessa staði.

 

Leikir Selfoss um helgina eru eftirfarandi:

Mfl. karla, Selfoss – Þróttur, föstudag klukkan 20:00

Mfl. kvenna, Selfoss – HK, laugardag klukkan 13:30

4. fl. kvenna, Selfoss – Grótta, laugardag klukkan 15:00

2. fl. karla, Akureyri 1 – Selfoss, laugardag klukkan 15:30

2. fl. karla, Akyreyri 1 – Selfoss, sunnudag klukkan 10:30

3. fl. karla, Selfoss 2 – Grótta, sunnudag klukkan 14:30

4. fl. karla Y, Grótta 1 – Selfoss, sunnudag klukkan 12:45

4. fl. karla E, Grótta – Selfoss, sunnudag klukkan 14:00

3. fl. kvenna, Víkingur – Selfoss, sunnudag klukkan 12:00 (bikarleikur)

Mfl. karla, Hörður – Selfoss, sunnudag klukkan 15:00 (bikarleikur)