Matthías Örn kominn aftur heim

Matthías Örn kominn aftur heim

Matthías Örn Halldórsson hefur gert tveggja ára samning við handknattleiksdeild Selfoss. Matthías er 27 ára Selfyssingur og spilaði með Selfoss í nokkur ár áður en hann fór til Fjölnis í eitt tímabil, en tók sér síðan pásu frá handboltanum vegna náms. Við bjóðum Matta velkominn aftur heim og vonumst til að hann verði góð viðbót við sterkan hóp liðsins.