Mátunardagur og afhending í handbolta

Mátunardagur og afhending í handbolta

Í dag þriðjudag 22. september er mátunardagur og afhendingardagur hjá iðkendum í handbolta.

Fulltrúar frá Jako og unglingaráði verða í anddyri íþróttahússins milli klukkan 18 og 20 þar sem verður hægt að máta keppnistreyju, stuttbuxur og félagsgalla Selfoss.

Þeir sem komust ekki á síðasta mátunardag eru hvattir til að mæta í dag til að nýta sér þetta frábæra tilboð frá Jako (sjá mynd). Rétt er að geta þess að greiða þarf pöntunina á staðnum.

Þeir sem pöntuðu á síðasta mátunardegi fá sínar vörur afhentar í dag. Það er unnið að því hörðum höndum að merkja keppnistreyjur og ef eitthvað stendur út af kemur það í sendingu á miðvikudag og fimmtudag. Allt annað kemur örugglega í dag.

Tags:
,