Með bakið upp við vegg

Með bakið upp við vegg

Fjölnir sigraði Selfoss í öðrum leik liðanna í umspili um sæti í Olís-deildinni sem fram fór á Selfossi í gær. Lokatölur leiksins urðu 20-23 eftir að staðan var 11-8 fyrir heimamenn í hálfleik.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Myndband af lokamínútum leiksins má finna á vefnum FimmEinn.is.

Teitur Örn Einarsson var markahæstur Selfyssinga með 6 mörk, Hergeir Grímsson skoraði 4, Andri Már Sveinsson 4/2, Elvar Örn Jónsson og Þórir Ólafsson 2 og Eyvindur Hrannar Gunnarsson og Atli Kristinsson skoruðu sitt markið hvor. Birkir Fannar Bragason varði 17 skot í marki Selfoss.

Þriðji leikur liðanna er í Dalhúsum í Grafarvogi kl. 19:30 á föstudagskvöld.

Birkir Fannar átti góðan leik í marki Selfyssinga.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Jóhannes Ásgeir Eiríksson